Hoppa yfir valmynd
29. júní 2012 Utanríkisráðuneytið

Íslenski EXPÓ skálinn opnaður í Hörpu

Frá íslenska skálanum við opnunina í Sjanghæ vorið 2010
Frá íslenska skálanum við opnunina í Sjanghæ vorið 2010

Í dag opnar í Hörpu tónlistarhúsi sýning á myndverkinu sem hannað var vegna þátttöku Íslands á heimssýningunni EXPO 2010 í Sjanghæ.  Í tilefni af því er nú aðgengileg á vef ráðuneytisins skýrsla um íslensku þátttökuna.

Íslenska EXPO þátttakan vakti mikla athygli í Kína þar sem rúmlega 2,3 milljónir heimsóttu skála Íslands og árið 2011 var sýningin sett upp að nýju sem hluti af sýningarsvæði Íslands á Bókamessunni í Frankfurt.  EXPO þátttakan og Bókamessan fengu umtalsverða umfjöllun í fjölmiðlum í Kína, Þýskalandi og víðar.

Markmið EXPO þátttökunnar var m.a. að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn.  Aukning ferðamanna frá Kína milli áranna 2010 og 2011 var um 70% og á fyrsta ársfjórðungi þessa ári fjölgaði ferðamönnum frá Kína um 50% miðað við sama tíma árið 2011.

Sýningin í Hörpu verður opin næstu fimm vikur en nánari upplýsingar má fina á vef Hörpu.

Skýrsla íslensku EXPO þátttökunnar er aðgengileg hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum