Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rauði krossinn tekur að sér fræðslu til þjónustu- og viðbragðsaðila um menningarnæmi og fjölmenningu

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi, hafa undirritað samning um fræðslu um menningarnæmi og fjölmenningu fyrir þjónustu- og viðbragðsaðila hér á landi sem sinna þolendum og gerendum ofbeldis af erlendum uppruna.

Gögn benda til þess að innflytjendur sæki sér síður aðstoð en aðrir frá því stuðningskerfi sem er fyrir hendi fyrir brotaþola hér á landi. Við vinnu bæði með þolendum og gerendum ofbeldis er mikilvægt að þau sem veiti þjónustuna geri sér grein fyrir því hvernig best er að veita aðstoðina og ná til fólks sem getur haft ólíkan menningarbakgrunn.

Rauði krossinn á Íslandi hefur um áratuga skeið starfað með innflytjendum og flóttafólki á Íslandi og er leiðandi í þekkingu á málefnum innflytjenda, menningarnæmi og fjölmenningu.

Samningurinn hljóðar upp á eina milljón króna og gildir til loka árs 2023.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum