Hoppa yfir valmynd
27. september 2004 Heilbrigðisráðuneytið

WHO: Hjartasjúkdómar og áföll valda 17 milljónum dauðsfalla á ári

WHO: Hjartasjúkdómar og áföll eru orsök 17 milljóna dauðsfalla á ári
Sautján milljónir manna deyja ár hvert úr hjartasjúkdómum eða hjartaáföllum sem svarar til þriðjungs allra dauðsfalla í heiminum. Áætlað er að um 2020 verði hjartasjúkdómar og hjartaáföll orðin meginorsök dauðsfalla og fötlunar í heiminum og að og verði dánarorsök meira en 24 milljóna manna ár hvert árið 2004. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á fundi sem haldinn var í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum sem var í gær. Að þessu sinni var dagurinn tileinkaður börnum, unglingum og hjartasjúkdómum. Um áttatíu prósent þeirra sem eru í áhættuhópi vegna hjartasjúkdóma eru úr meðal- eða láglaunahópum. Hjartasjúkdómar greinast nú í auknum mæli í börnum og konum vegna óhollra lífshátta, hás blóðþrýstings, reykinga, offitu, sykursýki og lélegs líkamsástands. Börn sem eru of feit eru talin þrisvar til fimm sinnum líklegri en önnur börn til að fá hjartaáfall fyrir sextíu og fimm ára aldur.

Nánari upplýsingar:
http://www.worldheartday.org
(Heimasíða alþjóðahjartadagsins)

The Atlas of Heart Disease and Stroke
(Nýtt rit WHO og CDC (The US Centers for Disease Control and Prevention)).

http://www.hjartavernd.is
(Hjartavernd)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum