Hoppa yfir valmynd
20. október 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Alþjóðleg umhverfisvottun til Hagvagna og Hópbíla

Sturla Böðvarsson afhenti fyrirtækjunum tveimur formlegt skjal sem staðfestir þessa vottun

Á dögunum bættust fyrirtækin Hópbílar og Hagvagnar í hóp fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla kröfur sem settar eru fram í ISO 14001 alþjóðlega umhverfisstaðlinum. Aðeins 3 önnur fyrirtæki hér á landi hafa uppfyllt kröfur staðalsins en Hópbílar og Hagvagnar eru fyrstu ferðaþjónustu- og samgöngufyrirtækin sem náð hafa þessu markmiði.

Í frétt frá fyrirtækjunum kemur fram að frá árinu 2001 hafa þau unnið að því að innleiða hjá sér vottað umhverfisstjórnunarkerfi. Í því felst meðal annars skilgreind umhverfisstefna sem endurskoðuð er reglulega og þegar þörf er á. Til þess að raunverulega sé unnið samkvæmt stefnunni hafa verið skilgreint mælanleg markmið til dæmis að minnka notkun díselolíu um ákveðið magn og síðast en ekki síst hafa fyrirtækin hrint aðgerðum í framkvæmd til að ná settum markmiðum.

Hópbílar og Hagvagnar hafa gefið út umhverfisskýrslu og haldið grænt bókhald þar sem tekinn er saman sá árangur sem fyrirtækin hafa náð í umhverfismálum. Innan fyrirtækjanna er öflug fræðslustarfsemi og fá starfsmenn til dæmis fræðslu um umhverfismál bæði í tengslum við eigið starf en sömuleiðis almenna fræðslu um það hvernig þeir geta sýnt umhverfinu og náttúrunni tillitsemi í daglegu lífi.

Samgönguráðuneytið óskar starfsmönnum Hagvagna og Hópbíla til hamingju með árangurinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira