Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2003 Dómsmálaráðuneytið

Dómari skipaður við Hæstarétt Íslands

Ólafur Börkur Þorvaldsson, dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Ólafur lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk á síðasta ári meistaraprófi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Fréttatilkynning
Nr. 20/ 2003

Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands.



Ólafur Börkur Þorvaldsson, dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Hann var fulltrúi yfirsakadómara í Reykjavík frá árinu 1987-1988, var fulltrúi sýslumannsins á Húsavík árin 1988-1990 og hefur verið héraðsdómari upp frá því. Hann var héraðsdómari við embætti sýslumanna og bæjarfógeta á Austurlandi frá árinu 1990 til 1992 og var dómstjóri Héraðsdóms Austurlands frá árinu 1992 til 1997 er hann varð héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands. Undanfarin fimm ár hefur hann verið dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Þá hefur hann verið settur Hæstaréttardómari í einstökum málum. Ólafur lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk á síðasta ári meistaraprófi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
Aðrir umsækjendur voru:
Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari,
Eggert Óskarsson, héraðsdómari,
Eiríkur Tómasson, prófessor,
Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari,
Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður,
Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður og
Sigrún Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður.



Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
19. ágúst 2003.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum