Föstudagspóstur 4. apríl 2025
Heil og sæl.
Við hefjum yfirferðina á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja sem fram fór í Brussel í vikunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn og greindi frá að mikil samstaða hefði einkennt fundi bandalagsins síðustu daga.
Á Brussel átti hún hina ýmsu fundi með kollegum, meðal annars utanríkisráðherra Belgíu og Kanada.Always a pleasure welcoming 🇮🇸 Foreign Minister @thorgkatrin and her entourage to #NATO. Good meetings behind and plenty of work ahead as we set the sails towards the Hague Summit. #WeAreNATO pic.twitter.com/iH18MvrOPl
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) April 4, 2025
Great to see @melaniejoly today and discuss Arctic security & defence and the increasingly uncertain global environment. 🇮🇸 appreciates the longstanding bilateral relations with 🇨🇦 and we look forward to further engagement — as partners and Allies. pic.twitter.com/DABSo9U6Br
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 3, 2025
Þorgerður Katrín tjáði sig einnig um Bandaríkin, Danmörku og Grænland og hve mikilvægu hlutverki þau gegna þegar kemur að öryggi á norðurslóðum og innan vébanda Atlantshafsbandalagsins.A good conversation with @prevotmaxime in Brussels on important issues incl. developments regarding world trade, Arctic security & the horrific humanitarian situation in Gaza. I thanked him for 🇧🇪's participation in NATO air policing missions in 🇮🇸 this year. pic.twitter.com/ohaJ1aslJQ
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 4, 2025
The US is a valued and long-standing Ally of Nordics. All in NATO, we are more committed than ever to coop. on Arctic security. We must work constructively tow. our common goal, w/ full respect for 🇬🇱 right to self-determination & territorial integrity of the Kingdom of Denmark https://t.co/un3sAnwjRR
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 4, 2025
Þá óskaði hún Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, til hamingju en ný landsstjórn var mynduð á Grænlandi á dögunum. Kvaðst hún hlakka til áframhaldandi samstarfs en Motzfeldt gegndi sama embætti í síðustu landsstjórn.Denmark & Greenland are in our Nordic family. Along with Iceland & the other Nordics, the entire Kingdom of Denmark is a part of NATO, where we work closely together with other Allies to strengthen Arctic security. Mutual respect and cooperation of Allies is the only way forward. https://t.co/EH8BkB7fwu
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 29, 2025
Þá gerði hún dráp á bráðaliðum sem voru við störf á Gaza að umfjöllunarefni í færslu á X.Congratulations to my friend Vivian @GreenlandMFA ???? on your reappointment! I look forward to continue our excellent cooperation. pic.twitter.com/xqNVQ9PFU4
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 30, 2025
Þorgerður Katrín var stödd í Madríd undir lok síðustu viku og átti þar meðal annars fundi með José Manuel Albares, utanríkisráðherra Spánar, og Margaritu Robles varnarmálaráðherra.Attacking humanitarian workers is a clear violation of International Humanitarian Law, which ultimately results in more suffering for the people they serve. I echo @UNReliefChief Tom Fletcher’s call for answers and accountability for the killings of 15 first responders in Gaza. https://t.co/LtANj9tjx6
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 1, 2025
Thanks for receiving me in lovely Madrid, @jmalbares! Great talk on ???? ???? strong bilateral ties, trade, and tourism, security, Ukraine and Gaza, our coop. in NATO & through the EEA, our priorities as members of the @UN_HRC, incl. gender equality and ?????? ?????? rights. pic.twitter.com/elzV0SG2zD
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 28, 2025
A very good dialogue with ???? MoD, Margarita Robles @Defensagob. We discussed our cooperation in NATO, Spain’s upcoming air policing in Iceland, Europe’s decisive steps on security & defence, our firm solidarity w/ Ukraine & our common concern about the situation of Afghan women. pic.twitter.com/j3xV7s9Pbx
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 28, 2025
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk, sem unnar voru í samráði við Samtökin '78.
Ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að draga sig úr Alþjóðlega sakamáladómstólnum var umfjöllunarefni færslu sem ráðuneytið birti á X.
Ellefta eldgosið á Reykjanesskaga frá árinu 2021 hófst í vikunni.International criminal justice requires impartial and independent courts. In defying the arrest warrant of the ICC, Prime Minister Orban not only undermines the Court, but the rule of law. Iceland remains deeply committed to the fight against impunity.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) April 4, 2025
This morning an eruption started on the Reykjanes peninsula, the 11th ?? since 2021.
— MFA Iceland ???? (@MFAIceland) April 1, 2025
-Impact is limited to localized area near the eruption site
-It does not present a threat to life & the affected area has been successfully evacuated
-No disruption to intl. or domestic flights pic.twitter.com/waF72kITz3
Helstu niðurstöður sameiginlegrar vinnustofu sem Ísland og Írland héldu um öryggi sæstrengja voru kynntar í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í vikunni. Kynningin var vel sótt af fulltrúum aðildarríkja og alþjóðastarfsliði bandalagsins.
Sendiráðið í Helsinki tók á móti hópi frá bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar á dögunum.
Þá tók okkar fólk í Helsinki sömuleiðis á móti Íslandsdeild Norðurlandaráðs frá Alþingi sem stödd var í Finnlandi vegna vorþings ráðsins. Meðlimir deildarinnar fengu meðal annars kynningu frá Harald Aspelund sendiherra.
Harald og hans fólk tóku á móti fleirum en Norræna félagið í Helsinki heimsótti sendiráðsbústaðinn og fékk þar kynningu.
Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, var viðstaddur opnun á sýningu myndlistarmannsins Tolla, Rhyolite Hymns, í Davis Gallery í Bredgade.
Þá tók Pétur á móti hópi eldri meðlima DJØF í sendiherrabústaðnum. DJØF stendur fyrir Danmarks Jurist og Økonomforbund og er, líkt og nafnið gefur til kynna, fagfélag lög- og hagfræðinga í Danmörku. Þar kynnti Pétur starfsemi sendiráðsins og fjallaði um íslenska menningu og listir. Þá gerði hann jafnframt grein fyrir stjórnskipun Íslands.
Sýning Alistairs Macintyre, Just Passing Through, var opnuð við hátíðlega athöfn í anddyri sendiráðsins í vikunni. Pétur Ásgeirsson sendiherra opnaði sýninguna formlega og Alistair ávarpaði gesti og sagði frá verkum sínum.
Helga Hauksdóttir, sendiherra í Vín, afhenti trúnaðarbréf til forseta Ungverjalands, Tamás Sulyok, 1. apríl síðastliðinn. Athöfnin fór fram í Sándor Palace í Búdapest. Í samtali sendiherra við forseta Ungverjalands var rætt um tvíhliða samband ríkjanna, sem á sér langa sögu, og þau sérstöku tengsl sem sköpuðust milli þeirra þegar Ísland tók á móti hópi ungverskra flóttamanna árið 1956. Löndin eru samstarfsríki í Atlantshafsbandalaginu sem og á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Ungverjaland einnig notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði EES í gegnum tíðina, meðal annars við uppbyggingu á nýtingu jarðhita. Helga átti einnig fundi með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og kom þar á framfæri áhyggjum íslenskra stjórnvalda af stöðu mannréttinda og lýðræðis í Ungverjalandi, sem meðal annars birtist í takmörkunum á réttindum hinsegin fólks. Ísland hefur gagnrýnt Ungverjaland vegna þessa, meðal annars á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og með sameiginlegri yfirlýsingu sendiráða 22 erlendra ríkja gagnvart Ungverjalandi, sem birt var í síðustu viku.
Benedikt Höskuldsson, sendiherra í Nýju Delí, var til viðtals um ferðaþjónustuviðburð sem haldinn var í síðustu viku og fjallað var um á þessum vettvangi.
Sendiráðið í Osló er þessa dagana á fullu að undirbúa ríkisheimsókn forseta Íslands og sendinefndar sem fram fer í næstu viku. Á dögunum áttu starfsmenn þess fund með tengiliðum norska utanríkisráðuneytisins. Þar var farið yfir dagskrá heimsóknarinnar frá A-Ö.
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur var stödd í Stokkhólmi á dögunum og ræddi þar verk sín við John Swedenmark, þýðanda verkanna. Bryndís Kjartansdóttir, sendiherra í Stokkhólmi, ávarpaði samkomuna.
Sendiráðið í París tók á móti starfsfólki velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í sendiráðsbústaðnum í vikunni ásamt starfsfólki félagsþjónustu Hauts-de-Seine í Frakklandi sem skipulagði fræðsludagskrá fyrir hópinn. Þau hafa m.a. kynnt sér starfsemi og ýmis áherslumál miðlægra stjórnvalda og stjórnsýslunnar í París og úthverfum borgarinnar. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, kynnti starfsemi sendiráðsins og fastanefnda í París og starfsfólk sendiráðsins fékk jafnframt innsýn inn í störf velferðarsviðs.
Íslenskar bókmenntir njóta mikillar velgengni í Frakklandi og síðustu árin hafa þýðingar á franska tungu staðið upp úr þegar litið er til þýddra íslenskra bóka. Íslenskir rithöfundar eru tíðir og vinsælir gestir á bókmenntaviðburðum í Frakklandi og nýútkomnar íslenskar bækur iðulega vel sýnilegar á auglýsingaskiltum um alla París. Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrverandi yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi, heldur úti athyglisverðri vefsíðu með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku. Hún og Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, eru nú á ferðalagi um Frakkland og komu þær á fund í sendiráðið í síðustu viku þar sem Hanna Steinunn færði sendiráðinu að gjöf hluta af safni hennar á þýddum íslenskum bókum.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, bauð Francois Heisbourg, ráðgjafa hjá hugveitunni International Institute for Strategic Studies, og sendiherrum nokkurra Evrópuríkja til hádegisverðarfundar.
Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tók á móti íslenskri sendinefnd á dögunum. Dagskráin snerist að mestu um stöðuna í Úkraínu.Grateful to @FHeisbourg Senior Advisor for Europe @IISS_org for sharing his sharp analysis of global affairs today with Ambassadeurs of 🇱🇻 🇱🇹🇪🇪🇳🇴🇵🇱🇨🇭🇱🇺🇳🇱 pic.twitter.com/5IyoYp1BoW
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) April 2, 2025
Þá hitti Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, aðmírálinn Giuseppe Dragone á dögunum. Ræddu þeir árásargirni Rússa, öryggismál á norðurslóðum og utanríkisráðherrafund bandalagsins í þessari viku.Delighted to welcome a 🇮🇸 high-level delegation @IcelandNATO. Good discussions on Ukraine 🇺🇦 and other pertinent matters in the run-up to the Foreign Ministerial meeting next week. #WeAreNATO pic.twitter.com/fIKyz6EhCP
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) March 28, 2025
Jörundur og samstarfsmenn hans hjá fastanefndinni, þeir Gautur, Atli Már og Jóhann, tóku þátt í hálfmaraþoni á dögunum.Delighted to welcome @CMC_NATO Admiral Dragone @IcelandNATO. Good discussions on a range of issues, including on the Russian aggression in #Ukraine, security in the #Arctic and the upcoming #NATO Foreign Ministerial Meeting.#WeAreNATO pic.twitter.com/cENF29uwE3
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) April 2, 2025
Ísland og EFTA-ríkin hitti fulltrúa Mercosur-ríkjanna á fundi í argentínsku höfuðborginni Buenos Aires á dögunum vegna yfirstandandi fríverslunarviðræðna.Last Sunday, a good percentage of @IcelandNATO participated in the #genthalfmarathon. A great day - beautiful city and course, and the locals out in numbers cheering. And we all made it in decent time. The best run-up to the #NATO Foreign Ministerial Meetings later this week 🏃♂️ pic.twitter.com/R42seDcGkl
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) April 1, 2025
Iceland and its EFTA partners met with Mercosur States in Buenos Aires this week for the 12th round of FTA negotiations. #Iceland #EFTA #Mercosur pic.twitter.com/3FXqiUE7ie
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 28, 2025
Sendiráðið í Berlín sinnti í vikunni ýmis konar eftirfylgni vegna þátttöku Íslands á bókamessunni í Leipzig sem fram fór um síðustu helgi.
Sendiskrifstofur Íslands, Nýja Sjálands, Sviss og Kosta Ríka í Brussel stóðu í vikunni fyrir morgunverðarfundi og pallborðsumræðum í svissneska sendiráðinu. Umræðuefnið var alþjóðaviðskipti og sjálfbærni en þann 15. nóvember 2024 undirrituðu ríkin fjögur samning um loftslagsbreytingar, viðskipti og sjálfbæra þróun. Markmið samningsins er að nýta hefðbundin ákvæði viðskiptasamninga til að styðja við orkuskipti og aðrar aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum.
Davíð Bjarnason, forstöðumaður sendiráðsins í Lilongwe, og hans fólk tóku þátt í viðburði þar sem var til umræðu hvernig megi sporna gegn barnahjónabandi, þungun á unglingsaldri og brottfall úr skóla.
Hannes Heimisson, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, tók á móti hópi flugmanna frá Icelandair sem nú undirgangast þjálfun á nýjar Airbus 321 þotur félagsins í flughermi Atlantic Airways í Þórshöfn. Hópar flugmanna frá Icelandair heimsækja Þórshöfn reglulega og fá þjálfun í flugherminum.
Undirbúningur fyrir heimssýninguna í Osaka er í fullum gangi. Ragnar Þorvarðarson, varamaður sendiherra í Tókýó, var staddur í Osaka í vikunni og heimsótti þar meðal annars samnorræna skálann.
Sendiráðið í Washington D.C. tók á móti laganemum frá Háskólanum í Reykjavík sem staddir eru í Bandaríkjunum vegna þátttöku í málflutningskeppni.Had the pleasure of giving a presentation during today’s staff training for @nordicexpo2025, with just 10 days to go until the opening! Pictured here with fellow Icelander, Daði Vigfússon, Protocol Manager at the pavilion and part of the great team representing the Nordics. pic.twitter.com/RDeBLtABM6
— Ragnar Thorvardarson (@RagnarThorv) April 3, 2025
Tónlistarkonunni Judith Ingolfsson var árnað heilla á reikningi sendiráðsins í Washington en hún hlaut nýverið orðu úr höndum menningarmálaráðherra Frakklands á viðburði í franska sendiráðinu í Washington.The embassy received a visit by six bright law students from @reykjavikuni representing Iceland in #Jessup2025 International Law Moot Court Competition in Washington DC this week. We wish them great success! 🇮🇸 pic.twitter.com/wedjxQWggG
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) April 2, 2025
The Embassy congratulates violinist Judith Ingolfsson 🇮🇸 who was appointed the prestigious rank of Chevalier de l’Ordre des Arts ét des Lettres by the Minister of Culture of France. A decoration ceremony was held in her honor at the Embassy of France in Washington early March. pic.twitter.com/PkEGmBSZmU
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 31, 2025
Fleira var það ekki þessa vikuna.
Góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild