Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2020

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lætur af störfum sem yfirmaður ODIHR.

 

Yfirmaður Skrifstofu ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (ODIHR) í Varsjá, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lætur af störfum 18. júlí 2020 eftir þriggja ára starf.

Á fundi fastafulltrúa hjá ÖSE 10. júlí sl. beittu tvö aðildarríki neitunarvaldi gegn endurráðningu hennar. Í umræðum sagði Guðni Bragason fastafulltrúi í Vínarborg, m. a. að hann harmaði beitingu neitunarvalds gegn endurráðningunni og sagði, að yfirmaður ODIHR hefði sinnt starfi sínu af heiðarleika og fagmennsku, og að þetta væri jafnframt álit meirihluta fulltrúa aðildarríkja. Guðni Bragason fastafulltrúi sagði einnig að beiting neitunarvalds gegn Ingibjörgu Sólrúnu, og jafnframt fulltrúa ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla, væri mikið áhyggjuefni, því þau væru framvarðarsveitin í stuðningi ÖSE við lýðræði, réttaríkið, frjálsar kosningar, mannréttindi og frelsi fjölmiðla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum