Hoppa yfir valmynd
11. júní 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra, og Benedikt XVI páfi
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra, og Benedikt XVI páfi

Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra, afhenti föstudaginn 1. júní s.l., Benedikt XVI páfa í Róm trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Páfagarði með aðsetur í Strassborg í Frakklandi.

Benedikt XVI páfi bað við þetta tækifæri fyrir sérstakar kveðjur til forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar sem og íslensku þjóðarinnar. Hann hafði jafnframt orð á því að eftir því hefði verið tekið í Páfagarði og af alþjóðasamfélaginu hvernig Íslendingar hefðu stutt við friðargæsluverkefni og beitt sér í aðstoðarverkefnum víða um heim. Störf Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og NATO væru vel þekkt en minna þekkt væri það framtak Íslendinga að setja á laggirnar íslensku friðargæslusveitirnar.

Benedikt XVI páfi nefndi einnig að Íslendingar hefðu látið til sín taka í umhverfismálum, orkumálum og sjálfbærri þróun. Þeir sæju greinilega tengsl þessa þátta við Þúsaldarmarkmið S.þ. og hefðu á alþjóðavettvangi beint sjónum manna að því að meirihluti þeirra sem hefðu sjávarútveg sem sinn helsta atvinnuveg væru fjölskyldur í þróunarríkjum.

Páfi minntist á kaþólsku kirkjunna á Íslandi og sagði að þó safnaðarmeðlimir væru ekki margir þá hefðu þeir áhrif á íslenskt samfélag. Hann nefndi að lokum hjálparstarf safnaðarins og sagði fallegasta dæmi þess væri Karmelklaustrið í Hafnarfirði þar sem nunnurnar bæðu daglega fyrir velfarnaði Íslendinga.

Frá afhendingu trúnaðarbréfs í Páfagarði

 



Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra, og Benedikt XVI páfi
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra, og Benedikt XVI páfi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum