Hoppa yfir valmynd
2. júní 2010 Dómsmálaráðuneytið

Auglýst eftir skrifstofuhúsnæði fyrir embætti sérstaks saksóknara

Ríkiskaup hafa auglýst, fyrir hönd dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, eftir húsnæði til leigu fyrir embætti sérstaks saksóknara.

Ríkiskaup hafa auglýst, fyrir hönd dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, eftir húsnæði til leigu fyrir embætti sérstaks saksóknara. Embættið er nú til húsa við Laugaveg 166 en vegna fjölgunar starfsfólks þarf það stærri húsakynni. Í auglýsingu kemur fram að áætluð húsnæðisþörf stofnunarinnar sé 1.900-1.950 fermetrar. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til fimm ára og þarf það að vera tilbúið til afhendingar 1. september nk.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæði fyrir embætti sérstaks saksóknara verður að uppfylla má sjá á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 18. júní 2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira