Hoppa yfir valmynd
26. júní 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Opið samráð hafið um evrópsku reikireglugerðina

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun reikireglugerðarinnar: Regulation (EU) No 531/2012 of the European Parliament and of the Council of 13 June 2012 on roaming on public mobile communications networks within the Union. Samráðið hófst þann 19. júní 2020 og stendur til 11. september 2020.

Með reikireglugerðinni var komið á þeirri reglu að fólk gæti notað fjarskipti í öllum löndum EES-svæðisins á sömu skilmálum og í heimalandi sínu undir yfirskriftinni Roam-Like-At-Home. Eins og staðan er nú ætti reikireglugerðin að falla úr gildi þann 30. júní 2022. 

Með samráðinu nú ætlar framkvæmdastjórnin að safna nægilega miklum upplýsingum til að meta áhrif reikireglugerðarinnar og leggja mat á hvort hún eigi að gilda áfram og hvort hún eigi að vera óbreytt. Fyrirætlanir framkvæmdastjórnarinnar komu fram í áætlun hennar fyrir árið 2020 undir heitinu A Europe fit for the Digital Age” addressing the specific objective “Digital for consumers”.  Nú er gert ráð fyrir endurskoðuninni á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021.

Samráðinu er beint að þeim sem reka farsímaþjónustu, stjórnvöldum, samtökum, fólki í viðskiptalífinu og sérfræðingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum