Hoppa yfir valmynd
25. mars 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini sem snýst meðal annars um ný ákvæði um reglulega endurmenntun atvinnubílstjóra. Einnig eru kynnt drög að námskrá um endurmenntunarsnámskeið. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 8. apríl næstkomandi á netfangið [email protected].

Um er að ræða breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 og er þar meðal annars að finna nánari ákvæði um endurmenntun atvinnubílstjóra í vöruflutningum og fólksflutningum á fimm ára fresti. Skulu viðkomandi bílstjórar hafa sótt umrædd námskeið eigi síðar en 10. september 2018. Skal námið fara fram í samræmi við námskrá sem Samgöngustofa setur og ráðherra hefur staðfest, sjá drög að námskrá.

Þá fela relugerðardrögin í sér tillögu að innleiðingu ESB-gerða auk nokkurra annarra atriða sem talið er nauðsynlegt að breyta til að tryggja samræmi reglugerðarinnar við umferðarlög er varða meðal annars ökuskírteini, sér í lagi í kjölfar gildistöku laga nr. 13/2015 um breytingu á umferðarlögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira