Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2018 Utanríkisráðuneytið

Konur á götunni í kjölfar eldgoss í Gvatemala

Magdalena Sutamul. UN Women/Johanna Reyes Málaga - mynd

Þúsundir íbúa Gvatemala hafa misst heimili sín og yfir hundrað hafa látið lífið eftir að eldgos hófst í eldfjallinu Fuego skammt frá höfuðborg Gvatemala í byrjun júní. UN Women er á staðnum að mæta þörfum kvenna.

Á vef UN Women segir að komið hafi verið upp neyðarskýli fyrir konur og börn þeirra í samstarfi við Gvatemalaborg. Þar skilgreini starfsfólk UN Women þarfir kvenna og stúlkna og tryggi kvenmiðaða neyðaraðstoð á svæðinu líkt og kynjaskipta salernis- og sturtuaðstöðu, örugga svefnaðstöðu og afmörkuð svæði fyrir konur með börn sín þar sem þær fá þá einnig grunnheilbrigðisþjónustu. Allar konur fái sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum og nauðsynjum sem gerir konum kleift að viðhalda reisn sinni í þessum erfiðu aðstæðum.

Síðan segir:

Magdalena Sutamul (33 ára) er ein þeirra þúsunda sem missti heimili sitt í eldgosinu. Hún heldur til í neyðarskýli UN Women þar sem hún starfar einnig sem sjálfboðaliði, styður konur og skipuleggur nú neyðaraðstoð UN Women. „Hér eru konur í áfalli og vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga. Nú er nauðsynlegt að búa til verkefni fyrir konur sem bæði dreifa huganum og veita þeim kraft til framtíðar. Við sem hér dveljum þurfum að fá tækifæri til að efla okkur í þessum erfiðu aðstæðum. Við settum því á laggirnar vinnusmiðjur í handavinnu; við saumum, prjónum og málum. Allar konur í neyðarskýlinu fara líka á skyndihjálparnámskeið.“

„Við misstum allar okkar eigur. Allt í einu erum við sárafátækar. Okkur bíður risavaxið verkefni. Nú er því mikilvægara en nokkru sinni að byggja okkur upp og fá tækifæri til að uppfæra verkfærakistuna okkar svo að við getum unnið okkur út úr fátæktinni. UN Women er að veita okkur þetta tækifæri, von og kraft,“ segir Magdalena.

UN Women heldur áfram næstu vikur og mánuði að veita neyðaraðstoð, er að þróa atvinnuúrræði fyrir konur á svæðinu og móta hagnýt námskeið sem efla konur til framtíðar og dreifa huganum í þessum skelfilegu aðstæðum. En til þess þarf fjármagn.

Á vef UN Women segir: Þú getur hjálpað – með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) veitir þú konu sæmdarsett og öruggt skjól.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan
 Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira