Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum

Fimmtudaginn 29. janúar 2009 standa íslensk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) fyrir málstofu um öryggishorfur á norðurslóðum undir heitinu „Security Prospects in the High North".

Markmið málstofunnar er að varpa ljósi á þær breytingar sem eru að eiga sér stað á norðurslóðum með tilliti til hefðbundins öryggis og að ræða hvernig koma megi í veg fyrir að norðurslóðir verði vettvangur spennu, deilna og mögulegrar hernaðarvæðingar. Sérstaklega er litið til núverandi öryggisáskorana, framtíðarhorfa í öryggismálum og með hvaða hætti byggja megi upp traust á svæðinu og tryggja aukið samstarf NATO-ríkjanna við þau ríki sem standa utan bandalagsins, svo sem Rússland, Svíþjóð og Finnland.

Aðalræðumaður málstofunnar er Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóri NATO, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun flytja opnunarávarp. Meðal annarra þátttakenda eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs og Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur.

Aðgangur að málstofunni er takmarkaður. Dagskrá málstofunnar er hér í viðhengi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum