Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Dagur íslenskrar tungu – rafræn hátíðarhöld 2020

Degi íslenskrar tungu verður fagnað með fjölbreyttum hætti um land allt nk. mánudag, þann 16. nóvember. Hátíðarhöld og verðlaunaafhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar verða þó með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana. 

Hátíðardagskrá ráðuneytisins verður miðlað með streymi en þau munu fara fram í Hörpu kl. 16. Þar mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytja ávarp og tilkynna um verðlauna- og viðurkenningarhafa Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar árið 2020.

Landsmenn eru hvattir til þess að fagna deginum með sínum hætti og vitað er að fjölmargir skólar munu til dæmis nota tækifærið og hafa íslenskt mál í öndvegi nk. mánudag líkt og hefð er fyrir.

Um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Ráðgjafanefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Auk þess er heimilt að veita stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu.

Verðlaunahafar fyrri ára

1. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og grunnskólakennari, 1996
2. Gísli Jónsson menntaskólakennari, 1997
3. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 1998
4. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, 1999
5. Magnús Þór Jónsson, Megas, 2000
6. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, 2001
7. Jón Böðvarsson, 2002
8. Jón S. Guðmundsson, 2003
9. Silja Aðalsteinsdóttir, 2004
10. Guðrún Helgadóttir, 2005
11. Njörður P. Njarðvík, 2006
12. Sigurbjörn Einarsson, 2007
13. Herdís Egilsdóttir, kennari, 2008
14. Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, 2009
15. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna í tungumálum, fyrrverandi forseti Íslands og leikhússtjóri, 2010
16. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, 2011
17. Hannes Pétursson rithöfundur, 2012
18. Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, 2013
19. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur 2014
20. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 2015
21. Sigurður Pálsson skáld 2016
22. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, 2017
23. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, 2018
24. Jón G. Friðjónsson prófessor, 2019




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum