Hoppa yfir valmynd
24. mars 2009 Innviðaráðuneytið

Netríkið Ísland: Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað

Skýrslutæknifélagið og forsætisráðuneyti standa fyrir ráðstefnu á Grand Hótel 2. apríl kl. 12-14. Þar verður kynnt nýtt fræðsluefni á ut-vefnum, annars vegar handbók um opinbera vefi og hins vegar fræðsluefni um stafrænt frelsi.

Auk kynningar á fræðsluefni verða sagðar nokkrar reynslusögur af uppbyggingu opinberra vefja og notkun frjáls og opins hugbúnaðar hjá stofnunum.

Ráðstefnan er liður í því að efla fræðslu til þeirra sem fást við upplýsingatækni hjá opinberum aðilum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum.

Ráðstefnan ber yfirskriftina „Netríkið Ísland: Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað“.

Sjá nánar á vef Ský.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum