Hoppa yfir valmynd
16. júní 2014 Forsætisráðuneytið

10. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá 

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Útgáfa áfangaskýrslu
  3. Önnur mál

Fundargerð

10. fundur – haldinn föstudaginn 6. júní 2014, kl. 9.15, í Þjóðmenningarhúsinu, stofu Jóns Sigurðssonar, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Sigurður Líndal, formaður, Skúli Magnússon, Valgerður Gunnarsdóttir, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Páll Valur Björnsson og Valgerður Bjarnadóttir. Nefndarmaðurinn Birgir Ármannsson var fjarverandi. 

Þá sat fundinn Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis, sem ritaði fundargerð. 

Fyrir fundinum lágu þessi skjöl: a) drög að dagskrá, b) drög að fundargerð 9. fundar, c) drög að bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, d) minnisblað frá lagaskrifstofu Alþingis, dags. 2. júní 2014, um endurskoðun kosningalaga og stjórnarskrár og e) drög að fyrstu áfangaskýrslu um starf stjórnarskrárnefndar. Var þá gengið til dagskrár. 

Þetta gerðist:

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 9. fundar, sem haldinn var föstudaginn 23. maí 2014, hafði verið send nefndarmönnum með tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram og var fundargerðin samþykkt.

2. Útgáfa áfangaskýrslu

Fyrir lágu drög að fyrstu áfangaskýrslu um starf nefndarinnar, en meginefni hennar er texti eftirtalinna fjögurra minnisblaða (einnig drög, sbr. bókanir á fyrri fundum, felld saman í eitt skjal og textavinnslu haldið áfram í því formi):

  • Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta.
  • Framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamvinnu.
  • Auðlindir.
  • Umhverfisvernd.

Efni skýrslunnar var tekið til umræðu. Farið var yfir einstaka kafla hennar og ýmsar tillögur gerðar að breytingum. Ritara var falið að gera slíkar breytingar á drögunum og senda þau að því búnu til nefndarinnar með tölvupósti. Þeir hefðu síðan frest til 11. júní til að gera skriflegar athugasemdir við hin nýju drög.

3. Önnur mál

Ákveðið var að halda næsta fund í nefndinni fyrir hádegi þann 16. júní nk. og fara yfir skýrsluna í breyttri mynd. Boða skyldi skýrsluna með bréfi til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í vikunni 19. - 20 júní. Kynna hana síðan á blaðamannafundi þann 24. júní.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:10.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum