Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Umsækjendur um embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar

Tíu sóttu um embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 10. júní síðastliðinn.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin starfar samkvæmt lögum um stofnunina nr. 160/2008. Markmið hennar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Forstjóri ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.

Umsækjendur um embætti forstjóra eru eftirtaldir:

  • Brynhildur Barðadóttir, ráðgjafi
  • Guðmundur Rúnar Árnason, verkefnastjóri
  • Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi
  • Helgi Hjörvar, fyrrverandi alþingismaður
  • Héðinn Svarfdal Björnsson, sérfræðingur
  • Íris Arnlaugsdóttir, verkefnastjóri
  • Kristján Sverrisson, forstjóri
  • Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi umboðsmaður barna
  • Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri
  • Þorbjörg Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri

Ráðgefandi hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til félags- og jafnréttismálaráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

(Tilkynningin var leiðrétt 14. júlí þar sem misfarist hafði að birta nafn eins umsækjanda).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum