Hoppa yfir valmynd
2. október 2009 Innviðaráðuneytið

Framlög Jöfnunarsjóðs í fyrra alls 18,7 milljarðar

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík í dag og flutti Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarp í upphafi hans. Elín Pálsdóttir forstöðumaður gerði grein fyrir starfseminni og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri sagði frá hugmyndum um úthlutun aukaframlags 2009.

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík 2. október 2009.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík 2. október 2009.

Í ávarpi sínu sagði ráðherrann meðal annars að vikan hefði verið viðburðarík hvað varðaði sveitarstjórnarmálefni. Nefndi hann meðal annars yfirlýsingu sem hann og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu varðandi ný skref við eflingu sveitarfélaga og undirritun á vegvísi um gerð hagstjórnarsamnings ríkis og sveitarfélaga sem fram fór á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sagði ráðherra að undirbúningstíma væri nú lokið og framundan væri að vinda sér í verkin sjálf.

Þá greindi ráðherrann frá ýmsum verkefnum sem unnið hefur verið að varðandi endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og regluverki Jöfnunarsjóðsins. Tillagna starfshópa um þessi málefni er að vænta fljótlega á nýju ári. Einnig er að hefjast heildarendurskoðun á sveitarstjórnarlögum.

Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs, fór yfir helstu atriði í starfsemi og fjárhag sjóðsins á síðasta ári. Alls námu tekjur sjóðsins 18,7 milljörðum króna. Framlög sjóðsins skiptast í fjóra flokka, samkvæmt reglugerð nr. 113/2003, sem eru bundin framlög, sérstök framlög, jöfnunarframlög og jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla. Alls námu framlög síðasta árs 18,9 milljörðum króna en að meðtöldum fjármagnstekjum varð rúmlega 120 milljóna króna tekjuafgangur við uppgjör Jöfnunarsjóðs.

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík 2. október 2009.
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flutti ávarp í upphafi fundarins.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum