Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 2010

Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla, á grundvelli reglugerðar nr. 351/2002,  nemi samtals um 5,9  milljörðum króna á árinu 2010.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. janúar sl. um áætluð almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla.

Auk  almenna jöfnunarframlagsins er um að ræða framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, framlög vegna sérstakrar íslenskukennslu nýbúa og önnur framlög  til reksturs grunnskóla.

Áætluð almenn jöfnunarframlög

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla á árinu 2010 nemi samtals 4.268 milljónum króna. Þar er meðtalin leiðrétting á áætluðu jöfnunarframlagi vegna ársins 2008, þar sem endanlegur álagningarstofn útsvars þess árs liggur nú fyrir.

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2010 nema samtals um 1.383 milljónum króna.

Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu

Áætluð framlög vegna sérstakrar íslenskukennslu nýbúa á árinu 2010 nema samtals um 140 milljónum króna.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum