Hoppa yfir valmynd
4. september 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Unga fólkið hefur rödd og áhrif

Vellíðan, réttindi og menntunarmöguleikar ungs fólk bar helst á óformlegum fundi ungmennaráðs Samfés og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í liðinni viku.

Líflegar umræður voru á fundinum og var þar meðal annars rætt um mikilvægi þess að auka gagnsæi og skilvirkni samræmdra mælikvarða í skólakerfinu og efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Einnig áréttuðu fundarmenn að meiri áhersla mætti vera á athafnir dagslegs lífs innan skólanna, s.s. með aukinni fræðslu um réttindi á vinnumarkaði, stjórnmál og skatta.

Í máli ráðherra kom m.a. fram að fjármálalæsi verði í fyrsta sinn hluti af PISA-könnunarprófunum þegar þau verða næst lögð fyrir og greindi hún frá samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra um bætta sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum.

Samfés er frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi en ungmennaráð þeirra er skipað átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum ungmenna á aldrinum 13-16 ára alls staðar að af landinu. Ungmennaráð tekur virkan þátt í verkefnum og ákvarðanartöku í málefnum Samfés og er hlutverk þess að efla þátttöku ungmenna í félagsstörfum, kynna starf samtakanna og taka þátt þjóðmálaumræðu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum