Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Góð þjónusta í flugstöðinni

Þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er framúrskarandi að mati alþjóðasamtaka flugvallarekenda, Airports Council International. Í reglulegri gæðakönnun samtakanna meðal flugfarþega var stöðin í fyrsta sæti evrópskra flugstöðva.
KEF ohf.
KEF ohf.

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir þessa einkunn fyrir flugstöðina sýna að starfslið stöðvarinnar sem nú er sameinað undir nafni Keflavíkurflugvallar ohf. ræki hlutverk sitt af alúð og veiti góða þjónustu. Einkunninn er gefin fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs og fæst fyrir kurteisi og hjálpfýsi starfsfólks, þægindi við að skipta um flug, aðgengi að verslunum og bankaþjónustu, hreinleika, kjarakaup í verslunum og bið eftir farangri.

,,Það er gott að starfsmenn fá þetta hrós ekki síst þegar kreppir að og þetta er þeim hvatning til að halda áfram á þessari braut. Ég óska þeim til hamingju með þessa viðurkenningu sem ég get sjálfur tekið undir enda hef ég aldrei fengið annað en góða þjónustu í Keflavík,“ segir samgöngurráðherra.

Stöðin hlaut annað sæti fyrir notalegt andrúmsloft og þriðja sæti fyrir öryggistilfinningu farþega. Jafnframt var Flugstöð Leifs Eiríkssonar valin þriðja besta flugstöð í Evrópu í heildaránægju farþega og áttunda besta flugstöð í heimi í flokki flugstöðva með færri en 5 milljónir farþega. Könnun ACI nær til 127 flugvalla um allan heim. Farþegar eru fengnir til að svara spurningum um tiltekna þjónustuþætti og birtast niðurstöður ársfjórðungslega.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira