Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Meginmarkmið ríkissjóðs í samningaumleitunum við uppgjör á skuldum ÍL-sjóðs

Fjármála - og efnahagsráðherra kynnti stöðu úrvinnslu og uppgjörs eigna og skulda ÍL-sjóðs hinn 20. október sl., og lagði fram skýrslu um stöðu sjóðsins á Alþingi. Við framhald málsins hafa meginmarkmið ríkissjóðs í samningaumleitunum um uppgjör við lánveitendur ÍL-sjóðs verið skilgreind í samráði við verkefnisstjórn sjóðsins.

Meginmarkmið ríkissjóðs við samningaumleitanir vegna uppgjörs og úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs eru eftirfarandi:

1. Uppgjör miðast við eftirstöðvar skuldbindinga ÍL-sjóðs ásamt verðbótum og áföllnum vöxtum. ÍL-sjóði verði slitið og ábyrgð ríkisins gerð upp.
2. Fjármálastöðugleika verði ekki teflt í tvísýnu.
3. Jafnræði verði tryggt gagnvart eigendum skuldabréfa ÍL-sjóðs.
4. Fjárhagslegt uppgjör verði gagnsætt m.t.t. virðis og samsetningar yfirfærðra eigna.
5. Stöðu ríkissjóðs sem útgefanda á markaði verði ekki raskað.
6. Við samningsgerð verður eftir fremsta megni horft til hagsmuna og þarfa mótaðila.
7. Samningar feli í sér endanlega niðurstöðu.

Vegna stöðu sjóðsins er lögð mikil áhersla á að samningaumleitanir gangi greiðlega.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum