Hoppa yfir valmynd
26. júní 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Daggjöldin ráðast af RAI-mælingu

Það er stöðluð RAI-mæling á hjúkrunarþyngd sem ræður daggjöldum til hjúkrunarheimila og ekki rekstrarform þeirra. Langflest hjúkrunarheimili hérlendis eru rekin af öðrum en ríki og sveitafélögum. Greiðslur til þeirra ráðast af hjúkrunarþyngd einstaklinganna sem þar fá þjónustu og ekki því hvort viðkomandi heimili er rekið af opinberum aðila eða einkaaðila. Daggjöld hjúkrunarrýma eru þannig reiknuð út með reiknilíkani. Í útreikningi líkansins er m.a. miðað við umönnunarþörf (RAI mat) vistmanna, ákveðna lámarks umönnunartíma og samsetningu umönnunarstétta, fjölda hjúkrunarrýma, og meðalkostnað annarra rekstrarliða. Þetta ræður svo greiðslunum sem viðkomandi heimili fá. Af gefnu tilefni skal ítrekað að samningar við Grund um rekstur langlegudeildar á Landakoti og samningar við Heilsuverndastöðina um þjónustu við aldraða, þar sem lögð er megin áhersla á endurhæfingu og skammtímavistun aldraðra, voru báðir gerðir eftir útboð. Þjónustan sem innt er af hendi á grundvelli samninganna tveggja er að eðli til ólík þjónustunni sem hjúkrunarheimilin veita og því ekki samanburðarhæf.

Sjá nánar yfirlit yfir daggjöld: Upplýsingar um daggjöld hjúkrunarheimila

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum