Hoppa yfir valmynd
19. mars 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Til umsagnar eru drög að breytingu á 67. gr. umferðarlaga

Markmiðið er að auka umferðaröryggi með því að fækka óskoðuðum ökutækjum í umferðinni.

Um síðustu áramót voru skráð ökutæki hér á landi 258.009, þar af voru 25.128 þeirra óskoðuð eða tæplega 10% af heildar ökutækjafjölda landsmanna. Þetta er með öllu óviðunandi ástand út frá umferðaröryggissjónarmiðum, en skilvirk úrræði hafa til þessa skort til eftirfylgni með því að óskoðuð ökutæki séu færð til skoðunar.

Nú hafa verið lagðar fram tillögur að breytingum á 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 til að gera það kleift að leggja gjald á þá eigendur/umráðamennn ökutækja sem vanrækja að færa ökutæki sitt til skoðunar á tilsettum tíma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra geti sett í reglugerð að eigandi/umráðamaður ökutækis greiði gjald allt að 30.000 krónum vegna þessarar vanrækslu eftir nánar útfærðum viðmiðum. Hér er um hámarksupphæð að ræða og hefur ráðherra svigrúm innan þessara marka til að ákveða endanlega upphæð gjaldsins.

Drög að frumvarpi til breytinga á 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 (Word-42KB).

Unnt er að veita umsögn um frumvarpið til 31. mars. Umsagnir sendist á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected].Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira