Hoppa yfir valmynd
11. mars 2021

Tíu ár frá jarðskjálftanum mikla í Japan

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra - mynd

Í dag eru tíu ár frá því að einn stærsti jarðskjálfti mannkynssögunnar reið yfir Japan. Jarðskjálftinn var upp á 9,0 og hratt af stað flóðbylgju sem skall á austurströnd Japan og hreif með sér um 20 þúsund manns. Í kjölfarið varð kjarnorkuslys í Fukushima Daiichi. Ekki mun sjá fyrir endann á geislamengun frá rústum kjarnorkuversins næstu áratugina.

Stofnun í Japan sem helguð er endurnýjanlegum orkugjöfum, Renewable Energy Institute, fór þess á leit við Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra Íslands í Japan 2008-2013, að skrifa grein fyrir heimasíðu hennar. Miklum tíma íslenska sendiráðsins var varið í að hvetja Japani að nýta sér jarðvarmann í jörðu en þeir búa yfir geysilegum jarðvarmaauðlindum en ólíkt Íslendingum, sem nýta um 750 megavött, þá nýta Japanir einungis um 500 megavött.

Stefán Lárus upplifði bæði jarðskjálftann í sendiráðinu og hélt kyrru fyrir í sendiráðinu dagana eftir kjarnorkuslysið og beið sem verða vildi þegar geislamengun vofði yfir risaborginni meðan 27 sendiráð lokuðu sínum dyrum og allt starfsfólk flúði borgina til fjarlægri afkima Japans eða úr landi.

Grein Stefáns má lesa hér.

Fleiri greinar á heimasíðu REI um sömu mál má sjá hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum