Hoppa yfir valmynd
7. desember 2023

Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande"

Fjölmenni var við opnun á sýningu á verkum franska listamannsins Bernard Alligand, „Retour d‘Islande" (Heimkoma frá Íslandi) í embættisbústaðnum í París í fyrradag. Verðlaunamyndin „Échos“ um hugarheim listamannsins á Íslandi eftir Axel Clévenot, var einnig til sýnis á opnuninni.

Bernard Alligand hefur sótt innblástur í íslenska náttúru í tvo áratugi og nýtir hraun og sand í listsköpun sína. Hann hefur einnig gert bókverk með frumsömdum texta ljóðskálda á íslensku og á frönsku, þ.á.m. Sigurðar Pálssonar heitnum (Rituel des sens og Jardin - Garðurinn) og Sigurðar Ingólfssonar (La pierre - Klöpp). Stuttmynd eftir Axel Clévenot um samvinnu Bernard Alligands og Sigurðar Ingólfssonar á Íslandi, var einnig til sýnis í móttökunni.

Sýningin stendur til 15. febrúar 2024.
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 1
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 2
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 3
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 4
  • Bernard Alligand og Unnur Orradóttir Ramette - mynd
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 6
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 7
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 8
  • Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande" - mynd úr myndasafni númer 9

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum