Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í sérstökum tilvikum við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi

Velferðarráðuneytið hefur gefið út reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í sérstökum tilvikum við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi. Reglurnar eru settar í samræmi við 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og festa í sessi framkvæmd sem viðhöfð hefur verið um árabil þegar fyrirsjáanlegt er að einstaklingur hefur ekki möguleika á að fara úr landi eða framfleyta sér hér á landi án aðstoðar íslenskra stjórnvalda. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum