Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2019 Dómsmálaráðuneytið

Lára Huld til sýslumannaráðs

Breytingar verða á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. febrúar næstkomandi þegar Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Kristín Þórðardóttir, verður tímabundið settur sýslumaður í Vestmannaeyjum frá  1. febrúar til 31. desember.

Í samstarfi við dómsmálaráðuneytið mun Lára Huld m.a. hafa með höndum að greina rekstur sýslumannsembættanna með tilliti til aukinnar skilvirkni og hagræðingar ásamt því að greina tækifæri fyrir rafræna þjónustu.

Þessar breytingar eru í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hefur kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin.

Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum