Hoppa yfir valmynd
26. júní 2020

Nordic Innovation House Tokyo

25.maí sl. tók til starfa fimmta norræna nýsköpunarsetrið – Nordic Innovation House Tokyo – í Japan. Nordic Innovation House er samstarfsverkefni Norðurlandanna og Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar (Nordic Innovation) – en stofnunin heyrir undir norrænu ráðherranefndina og hefur það hlutverk að auka samvinnu Norðurlanda á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.

Nordic Innovation House Tokyo er ætlað að vera stökkpallur fyrir norræn sprota- og vaxtarfyrirtæki inn á markað í Japan. Í setrinu býðst fyrirtækjum og einstaklingum vinnuaðstaða, ráðgjöf og aðgangur að öflugu norrænu tengslaneti. Íslandsstofa fer með stjórn þátttöku Íslands í verkefninu.

Nýr framkvæmdastjóri Nordic Innovation House Tokyo er Niklas Karvonen en fulltrúi Íslands í stjórn setursins er Halldór Elís Ólafsson viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Tókýó.

Vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins mun starfsemi Nordic Innovation House Tokyo fyrst um sinn fara fram á netinu og er fyrsta málstofa setursins fyrirhuguð 30.júní nk. Málstofan ber heitið HealthTech & COVID-19 in Japan: Industry insights and recent development og er henni ætlað kynna stöðu nýsköpunar á sviði heilbrigðisþjónustu í Japan og jafnframt vekja athygli á hugsanlegum viðskiptatækifærum fyrir norrænar lausnir á einum stærsta markaði heims. Hægt er að skrá sig á kynninguna hér að neðan:

https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_vQRITNSmSWClsUat30ELTg

Nánar um Nordic Innovation House Tokyo á heimasíðu setursins.

https://www.nordicinnovationhouse.com/tokyo

 

 

 

  • Nordic Innovation House Tokyo - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum