Hoppa yfir valmynd
21. október 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Umtalsverð aukning áfengisneyslu á Íslandi

Umtalsverð aukning áfengisneyslu á Íslandi

Í umræðum utan dagskrár á Alþingi kom fram hjá Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, að áfengisneysla á Íslandi hafi aukist á liðnum árum verulega umfram það sem gerst hefur annars staðar á Norðurlöndum. Var ráðherra hér að vísa til þess að á sama tíma og áfengisneysla talin í alóhóllítrum hefur aukist um 37% á Íslandi varð aukningin 11% í Svíþjóð og 23% í Noregi. Tilefni umræðna utan dagskrár voru fyrirspurnir til ráðherra frá Merði Árnasyni, Samfylkingunni, um afstöðu ráðherra til áfengisauglýsinga.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum