Hoppa yfir valmynd
14. júní 2002 Dómsmálaráðuneytið

Schengenfundur í Luxemborg

Ráðherrar samykkja að ganga til samninga við Sviss um aðild að Schengen samstarfi.

Ráðherrar samykkja að ganga til samninga um aðild Swiss að Schengen samstarfi.

Fréttatilkynning
Nr. 13/ 2002

Í gær sótti Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra fund dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna fimmtán auk Íslands og Noregs á vettvangi samsettu nefndarinnar innan Schengen samstarfsins. Á fundi ráðherranna var meðal annars ákveðið að ganga til samninga við Sviss um þátttöku þess í Schengen samstarfinu á sömu skilmálum og Ísland og Noregur. Þá voru teknar ákvarðanir um nýjar aðferðir til að beita Schengen tölvukerfinu í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Meðal annarra umræðuefna á fundi ráðherranna má nefna heimildir lögreglu til að fylgjast með afbrotamönnum sem fara yfir innri landamæri svæðisins og nýlega úttekt á framkvæmd Schengen samningsins í Frakklandi. Þá var rætt um ýmsar hugmyndir að samræmdari og styrkari stjórn ytri landamæranna í framtíðinni. Í umræðum um það mál lýsti dómsmálaráðherra því yfir að henni þættu margar tillögur til bóta. Ef hins vegar kæmi að því að komið yrði á fót sameiginlegri landamæralögreglu lýsti Sólveig Pétursdóttir því yfir að Ísland myndi ekki taka þátt í því verkefni. Ísland gæti ekki fallist á að yfirirþjóðleg stofnun tæki að sér mikilvæga þætti eins og landamæravörslu hér á landi.

Með fundinum var rekinn endahnútur á formennsku Spánverja í samsettu nefndinni sem staðið hefur frá áramótum. Þann 1. júlí taka Danir við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins en það fellur í hlut Norðmanna að stýra samsettu nefndinni (ESB ríkin ásamt Íslandi og Noregi) á vettvangi sendiherra og ráðherra síðari hluta ársins.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
14. júní 2002.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum