Hoppa yfir valmynd
16. september 2022

Viðburður í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum

Í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum sem nú er haldinn í þriðja sinn munu Sendiráðið í París og Fastanefnd Íslands gagnvart OECD, í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina OECD, standa fyrir rafrænum viðburði um fæðingarorlof þriðjudaginn 20. september kl. 08:00-09:30 (að íslenskum tíma). 

Ísland átti frumkvæði að því að koma alþjóðlega jafnlaunadeginum á laggirnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2020 og er þetta í annað sinn sem Sendiráðið og Fastanefndin í París skipuleggja viðburð af þessu tilefni í samstarfi við OECD.

Umfjöllunarefni viðburðarins í þetta sinn er foreldraorlof.  Meðal þátttakenda eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Jan Tinetti, innanríkisráðherra Nýja-Sjálands, Manuel Lobo Antunes, sendiherra Portúgals hjá OECD, Matthias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, Ulrik V. Knudsen, varaframkvæmdastjóri OECD, Tomoko Hasegawa frá samtökum atvinnurekenda í Japan og Putri Realita frá Danone.  Þá verður rýni OECD í málaflokknum kynnt.

Markmiðið með alþjóðlega jafnlaunadeginum er að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga.

Viðburðurinn er öllum opinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum