Hoppa yfir valmynd
20. desember 2013 Dómsmálaráðuneytið

Samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur

Útlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningurinn gildi í janúar næstkomandi. Samningurinn er liður í hlutverki stjórnvalda í að tryggja þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum.

Samningurinn við Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að borgin taki að sér þjónustu við allt að 50 hælisleitendur, 18 ára og eldri. Í viðauka með samningnum er tilgreint í hverju þjónustan skal fólgin svo sem í húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum.

Samningurinn við Reykjavíkurborg er hliðstæður samningi sem er í gildi við Reykjanesbæ. Á myndinni má sjá hvar Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, og Jón Gnarr borgarstjóri handsala samninginn að lokinni undirritun.

Forstjóri Útlendingastofnunar og borgarstjóri undirrituðu samninginn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum