Hoppa yfir valmynd
6. október 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Elísabet Siemsen skipuð í embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað Elísabetu Siemsen í stöðu rektors MR til fimm ára frá og með 1. nóvember 2017.
Níu umsóknir bárust um embættið en umsóknarfrestur rann út þann 8. ágúst síðastliðinn.

Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans í Reykjavík hefur ráðherra ákveðið að skipa Elísabetu Siemsen í embætti rektors skólans. Skólanefndin hafði í umsögn sinni mælt með Elísabetu í starfið.

Elísabet Siemsen hefur M.Paed. í þýsku frá Háskóla Íslands (2004), kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands (1985), framhaldsnám í þýsku, samanburðarmálfræði (þýs-dan) og merkingarfræði Nordisk og tysk fakultet frá Kaupmannahafnarháskóla (1982), BA-próf í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands (1978).

Elísabet hefur rúmlega þriggja áratuga kennslureynslu á framhaldsskólastigi og hefur meðal annars sinnt starfi kennara, deildarstjóra, kennslustjóra, forvarnafulltrúa, áfangastjóra, aðstoðarskólameistara og sem skólameistari í fjarveru skipaðs skólameistara. Frá árinu 2005 hefur hún starfað óslitið við stjórnunarteymi Fjölbrautaskólans í Garðabæ og sótt sér reglulega menntun í stjórnun frá þeim tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum