Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Endurskoðið óheilbrigt samband við einnota plast!

Plastmengun á Timor-Leste. UN Photo/Martine Perret - mynd

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur fólk til þess að endurskoða „óheilbrigt samband“ sitt við einnota plast og finna sér „nýja ást“ með því að leita á sjálfbær mið í tilefni af Valentínusardeginum sem haldið er upp á í ýmsum löndum í heiminum á morgun, 14. febrúar. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá.

Brugðið er nýju ljósi á plastnotkun og plastmengun stranda í nýju myndbandi frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í myndbandi sem nefnist „Það er ekki ég heldur þú.“ Þar er hvatt til þess að minnka notkun einnota plasts til dæmis í hnífapörum, vatnsflöskum, matarboxum og innkaupapokum.

Í frétt UNRIC segir: „Þetta er liður í átaki Umhverfisstofnunarinnar um hreinsun sjávar #CleanSeas en einnota plast endar oft sem rusl á ströndum og ógnar líf fiska, fugla, skjaldbaka og annarra lífvera sem ýmist leggja sér plast til munns eða festast í því. Plastúrgangur hefur rutt sér leið inn í fæðukeðjuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Auk þess að ógna heilsu manna og dýra, skaðar slík mengun atvinnulífið, ekki síst ferðaþjónustu, ekki einungis þar sem mengað er heldur á fjarlægum slóðum. Hafstraumar bera til dæmis plastúrgang á óbyggða staði eins og Hornstrandir eða litlar eyjar í Kyrrahafinu, norður- og suðurheimskautin.“

Herferð UNEP „Hrein höf“ ( #CleanSeas) stefnir að því að snúa við þróuninni í notkun plasts með því að vekja yfirvöld, fyrirtæki og einstaklinga til vitundar um mengun hafsins. Boðskapurinn er sá að einfaldar en meðvitaðar aðgerðir geti skipt sköpum og nota megi gler- eða járnglös eða bolla, og sömuleiðis endurnýjanlega poka.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
 Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum