Hoppa yfir valmynd
22. september 2023

Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf

Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhenti í dag Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Danmörku. Athöfnin fór fram í Fredensborgar-kastala norður af Kaupmannahöfn. Við þetta tækifæri átti sendiherra fund með Drottningu þar sem þau ræddu m.a. söguleg og menningarleg tengsl landanna, náin bönd konungsfjölskyldunnar við íslensku forsetahjónin og fyrri forseta, norðurslóðamál og þá ekki síst loftslagsbreytingar, hopun jökla og bráðnun íshellunnar. Enn fremur bar á góma hið fjölmenna samfélag Íslendinga í Danmörku, lýðveldisafmælið á næsta ári, gagnkvæmar heimsóknir ráðamanna o.fl. Drottning óskaði að lokum sendiherra velfarnaðar í störfum sínum og góðrar dvalar í Danmörku.

Ljósmyndari: Keld Navntoft Kongehuset

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum