Hoppa yfir valmynd
5. október 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra boðar til jafnréttisþings um stöðu kvenna af erlendum uppruna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til jafnréttisþings 2022 þar sem fjallað verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni er aðgengi, möguleikar og hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta á íslenskum vinnumarkaði. 

Fyrirlesarar munu fjalla um stöðu erlendra kvenna af ólíkum stéttum og með ólíka stöðu auk þess sem forsætisráðherra tekur þátt í og stjórnar umræðum með konum af erlendum uppruna og fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðar.

Dagskránni lýkur á að forsætisráðherra veitir sérstaka jafnréttisviðurkenningu.

Jafnréttisþing fer fram í Hörpu og eru öll velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skráningarsíðu fundarins. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla og táknmálstúlkun stendur til boða sé þess óskað með 7 daga fyrirvara. Á þinginu verður túlkað á íslensku/ensku.

Dagskrá jafnréttisþings 2022

Skráning á jafnréttisþing 2022

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum