Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2007 Innviðaráðuneytið

Starfshópur skipaður um betri nýtingu á almennings-samgöngum

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, hafa undirritað samkomulag um samstarf um að efla almenningssamgöngur sveitarfélaga. Samkomulagið er í samræmi við stefnumótun í samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2010.

Samkomulag samgönguráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað.
Samkomulag samgönguráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að með því að efla og nýta betur almenningssamgöngur verði unnið að því markmiði að draga úr mengun af völdum bílaumferðar og þar með minnkun svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar jarðefnaeldsneytis.

Þá gerir samkomulagið ráð fyrir að skipaður verði starfshópur þriggja fulltrúa samgönguráðuneytis og þriggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga sem falið verði að leggja fram tillögur um að efla og bæta nýtingu almenningssamgangna sveitarfélaga. Skal starfshópurinn meðal annars kanna möguleika sveitarfélaga til að byggja upp og stjórna almenningssamgöngum og gera þær notendavænni meðal annars með hóflegri gjaldtöku af notendum þjónustunnar með aðkomu og stuðningi ríkis og sveitarfélaga.

Frá undirritun samkomulags um almenningssamgöngur.
Frá undirritun samkomulagsins. Frá vinstri eru: Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Árni Þór Sigurðsson varaformaður, Halldór Halldórsson formaður, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Unnur Gunnarsdóttir og Jóhann Guðmundsson skrifstofustjórar í samgönguráðuneyti.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum