Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2019

Össur styrkir japanska afreksmenn í íþróttum fatlaðra

Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Össur skrifaði á dögunum undir samstarfssamning við tvo japanska afreksmenn í íþróttum fatlaðra; hlauparana Maya Nakanishi og Shunsuke Itani, sem bæði stefna á þátttöku á næsta Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Tókýó sumarið 2020.

Undirskriftin fór fram í Sendiráði Íslands í Tókýó, að viðstöddum sendiherra Íslands í Japan Elínu Flygenring.

Nakanishi og Itani bætast í hóp annarra afreksmanna sem Össur styður við, og verða jafnframt fyrstu afreksmennirnir frá Asíu í þeim góða hópi.

Sendiráðið óskar þeim góðs gengis í undirbúningi sínum fyrir Ólympíumót fatlaðra á næsta ári.

  • Össur styrkir japanska afreksmenn í íþróttum fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum