Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Lim­lest­ar til að forðast út­skúf­un

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Nafissatou Diop frá UNFPA og Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. - mynd

For­eld­ar stúlku­barna víða í Afr­íku og Asíu líða oft vít­isk­val­ir yfir því að þurfa að láta dæt­ur sín­ar gang­ast und­ir lim­lest­ing­ar á kyn­fær­um (e. female genital mu­tilati­on). Aðgerð sem er ekki bara sárs­auka­full og brot á mann­rétt­ind­um, held­ur get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér, jafn­vel leitt til dauða. Þrýst­ing­ur frá sam­fé­lag­inu og stór­fjöl­skyld­unni er þó oft svo mik­ill að for­eldr­ar telja sig eiga ekki annarra kosta völ svo að þau sjálf og dótt­ir þeirra verði ekki út­skúfuð úr sam­fé­lag­inu. Þetta seg­ir yf­ir­maður verk­efn­is sem hef­ur það að mark­miði að út­rýma slík­um lim­lest­ing­um á næstu árum eða ára­tug­um.

Tölu­verður ár­ang­ur hef­ur náðst á síðustu tíu árum í að draga úr lim­lest­ing­um á kyn­fær­um stúlkna og kvenna, sem gjarn­an eru fram­kvæmd­ar í þeirri trú að þannig megi viðhalda mey­dómi þeirra og koma í veg fyr­ir að þær verði ótrú­ar eig­in­mönn­um sín­um. Um er að ræða aðgerðir sem fela í sér að ytri kyn­færi kvenna eru fjar­lægð að hluta til eða öllu leyti og jafn­vel saumað fyr­ir leggöng. Mik­ill fjöldi kvenna verður fyr­ir óbæt­an­leg­um skaða, bæði lík­am­lega og and­lega, vegna lim­lest­ing­anna. Inn­an margra sam­fé­laga í Afr­íku, og á fleiri svæðum, er þetta tal­inn nauðsyn­leg­ur und­ir­bún­ing­ur fyr­ir full­orðins­ár og hjóna­band.

68 millj­ón­ir stúlkna í hættu 

Árið 2008 hófst sam­starfs­verk­efni á milli UNICEF (Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna) og UN­FPA (Mann­fjölda­sjóðs Sam­einuðu þjóðanna) sem hef­ur það að mark­miði að út­rýma þess­um lim­lest­ing­um og hraða þeirri vinnu eins og hægt er. Verk­efnið nær til 17 Afr­íkulanda, en lang­flest­ar þeirra kvenna sem lim­lest­ar hafa verið eru frá lönd­um Afr­íku.

UN­FPA áætl­ar að rúm­lega 200 millj­ón­ir stúlkna og kvenna í 30 lönd­um séu á lífi í dag sem hafi verið lim­lest­ar með þess­um hætti. Flest­ar á tíma­bil­inu frá fæðingu til 15 ára ald­urs. Ótt­ast er að um 68 millj­ón­ir stúlkna eigi á hættu að verða lim­lest­ar fyr­ir árið 2030 verði ekk­ert að gert.

Nafissatou Diop, yf­ir­maður sam­starfs­verk­efn­is­ins, var stödd hér á landi í vik­unni til að end­ur­nýja stuðning Íslands við verk­efnið, en ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur stutt verk­efnið frá ár­inu 2011. Nafi, eins og hún er alltaf kölluð, seg­ir stuðning landa eins og Íslands mjög mik­il­væg­an, ekki bara fjár­hags­lega held­ur líka póli­tísk­um vett­vangi.

Ítarlegri grein á Mbl.is

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum