Hoppa yfir valmynd
6. maí 2022 Utanríkisráðuneytið

Jemen: Rúmlega ein milljón barnshafandi kvenna alvarlega vannærð

Ljósmynd © UNICEF/Abaidi - mynd

Frá því vopnuð átök hófust í Jemen árið 2015 hafa 4,3 milljónir þjóðarinnar flúið heimili sín, 75 prósent þeirra konur og börn. Mörg hafa komið sér fyrir í óskipulögðum tjaldbúðum hér og þar í vestur- og suðurhluta landsins. UN Women segir að um 1,3 milljónir barnshafandi kvenna eða kvenna með barn á brjósti, og 2,2 milljónir barna yngri en fimm ára, þjáist af alvarlegri vannæringu.

„Meðal áskoranna kvenna á flótta í Jemen er hið andlega álag sem fylgir því að vera á vergangi og búa við vopnuð átök, óttinn við kynbundið ofbeldi og mansal, tekjuleysi, heimilisleysi, fæðuskortur og skortur á heilbrigðisþjónustu,“ segir í frétt UN Women.

Á sama tíma og Ísland hefur verið í fyrsta sæti á lista um kynjajafnrétti, The Global Gender Gap Index, hefur Jemen verið í næst neðsta sæti. Atvinnuþátttaka kvenna er þar almennt mjög lág, þær búa við takmörkuð lagaleg réttindi og þátttaka þeirra í stjórnmálum er með því lægsta sem gerist í heiminum.

UN Women hefur starfað í Jemen frá árinu 2014 og vinnur náið með frjálsum félagasamtökum að því að styðja við konur og stúlkur í landinu. Verkefni UN Women í Jemen eru aðallega þríþætt:

  • Mannúðaraðstoð
  • Samræma kynjasjónarmið á milli viðbragðsaðila, stofnana Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka
  • Auka þátttöku kvenna í friðarviðræðum og enduruppbyggingu, samkvæmt ályktun Öryggisráðs SÞ nr. 1325

Í frétt UN Women er sögð áhrifamikil saga þriggja barna móður sem missti eiginmann sinn í sprenginu fyrir sjö árum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum