Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2010 Innviðaráðuneytið

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 12. febrúar um áætlaða úthlutun framlaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á grundvelli reglugerðar nr. 80/2001 með síðari breytingum.

Við tillögugerðina er tekið mið af nýju fasteignamati er tók gildi 31. desember hvað íbúðarhúsnæði í sveitarfélögum varðar.
 

Áætluð heildarúthlutun framlaganna í ár nemur  2.574,5 milljónum króna og greiðir  Jöfnunarsjóður 60% framlaganna fyrirfram mánuðina febrúar til júní. 

Uppgjör framlaganna fer fram með þremur jöfnum greiðslum mánuðina júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Fasteignaská Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum