Hoppa yfir valmynd
29. júní 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Alcoa Fjarðaál hlýtur jafnlaunavottun

Þorsteinn ásamt Magnúsi Þór og Guðnýju Björgu - myndVelferðarráðuneytið

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra færði í dag Magnúsi Þór Ásmundssyni forstjóra Alcoa Fjarðaáls jafnlaunamerkið sem felur í sér viðurkenningu á því að launakerfi fyrirtækisins uppfylli skilyrði fyrir vottun á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.Magnús Þór og Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli ræddu um þýðingu vottunarinnar þegar þau tóku við jafnlaunamerkinu af ráðherra í dag. Þau segja forsvarsmenn fyrirtækisins kjósa að líta innleiðingu jafnlaunavottunar sömu augun og innleiðingu annarra gæða- og stjórnkerfa sem stuðli að því að gera vinnustaðinn betri og eftirsóknarverðari. Með því sé staðfest að hjá fyrirtækinu sé fyrir hendi starfaflokkun þar sem störf hafi verið verðmetin út frá mikilvægum þáttum og einnig að launaákvarðanir eru ekki handahófskenndar heldur ígrundaðar og rekjanlegar.

„Það er trú fyrirtækisins að vottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum muni hafa jákvæð áhrif og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, ásamt því að byggja upp frekara traust starfsmanna og auka helgun á vinnustaðnum“ sagði Magnús Þór meðal annars við þetta tækifæri.

Alcoa Fjarðaál er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins með um 550 starfsmenn. Hlutfall kvenna hjá fyrirtækinu er um 25% og það hæsta sem þekkist í álverum Alcoa.

JafnlaunamerkiðAlcoa Fjarðaál er annar vinnustaðurinn sem hlýtur jafnlaunamerkið samkvæmt reglugerð um vottun jafnlaunakerfa á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 en fyrst til að ljúka ferlinu og hljóta faggilta vottun var Embætti tollstjóra sem fékk jafnlaunamerkið afhent í gær.

Þorsteinn Víglundsson segir ánægjulegt hvað viðhorf stjórnenda þessara tveggja vinnustaða sem nú hafa hlotið jafnlaunavottun eru jákvæð í garð ferlisins og vinnunnar sem liggur að baki og hafi skýra sýn á ávinninginn sem felst í því að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar. Eins sé til fyrirmyndar að sjá hvernig Fjarðaál setur jafnréttisál á oddinn og tekur þátt í að brjóta á bak aftur staðalímyndir á vinnumarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum