Hoppa yfir valmynd
17. september 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Auglýst eftir stjórnanda

Nordiskt Center för klassifikationer i hälso- och sjukvården auglýsir starf forstjóra laust til umsóknar. Þessi stofnun sinnir flokkunum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta er sjálfstæð stofnun sem tók til starfa 1987, rekstarkostnaðurinn greiðist af Norðurlöndunum sameiginlega og þjóðirnar eiga öll fulltrúa í stjórninni. Miðstöðin hefur verið samstarfsmiðstöð sem hefur tengst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO Collaborating Centre) og kemur fram fyrir hönd Norðurlandanna í samskiptum við WHO og aðrar alþjóðastofnanir. Stofnunin er í dag staðsett í Uppsölum í Svíþjóð, en flytur þann 1. janúar 2009 til Oslóar.

Staða stjórnanda miðstöðvarinnar er laus til umsóknar frá 1. janúar 2009. Staðan er tengd fjármálaskrifstofu norska landlæknisembætisins (Helsedirektoratet), deild fyrir sjúkdómaflokkanir, fjármögnun og greiningu. Starfið er veitt til fjögurra ára með möguleika á framlengingu. Gert er ráð fyrir að lágmarki 50% starfshlutfalli, vinnustaðurinn er í Osló og gert er ráð fyrir búsetu í Noregi. Umsóknarfrestur er til 10. október nk.

Frekari upplýsingar um stöðuna veitir Sveinn Magnússon, yfirlæknir í heilbrigðisráðuneytinu, fulltrúi Íslands í stjórninni, sími: 545 8700.  Einnig veitir Leena Kiviluoto, deildarstjóri við Helsedirektoratet í Osló upplýsingar um stöðuna, sími: + 47 24 16 30 79.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum