Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2009 Innviðaráðuneytið

Fyrsti þjónustusamningur Keflavíkurflugvallar ohf. og samgönguráðuneytis

Skrifað var í dag undir þjónustusamning milli Keflavíkurflugvallar ohf. og samgönguráðuneytisins. Samningsupphæðin er 1.455 milljónir króna og stendur hún undir hluta af rekstri flugvallarins og flugstöðvarinnar.
Þjónustusamningur við Keflavíkurflugvöll ohf. undirritaður.
Þjónustusamningur samgöngu-ráðuneytisins við Keflavíkurflugvöll ohf. undirritaður.

Kristján L. Möller samgönguráðherra og Björn Óli Hauksson, forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf., skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árið 2009. Er þetta fyrsti þjónustusamningur fyrirtækisins sem tók við rekstri flugvallarins í byrjun ársins.

Samkvæmt samningnum er framlögunum ætlað að standa undir ákveðnum þáttum í starfsemi flugvallarins. Auk þessa framlags úr ríkissjóði renna ýmis gjöld sem innheimt eru af notendum vallarins og þjónustufyrirtækjum í flugstöðinni til Keflavíkurflugvallar ohf. svo sem innritunargjald, öryggisgjald og fleiri.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum