Hoppa yfir valmynd
12. september 2018 Innviðaráðuneytið

Ársskýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017

Ársskýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, samkvæmt 62. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, er nú birt í fyrsta skipti. Í lögunum er kveðið á um að hver ráðherra skuli birta slíka skýrslu þar sem gera skal grein fyrir útgjöldum málefnasviða og málaflokka og bera saman við fjárheimildir fjárlaga. Þá skal í ársskýrslunum gera grein fyrir fjárveitingum til einstakra ríkisaðila og verkefna og leggja mat á ávinning af þeim með tilliti til aðgerða og markmiða. Skýrslan er því í raun uppgjör á fjárlögum fyrra árs og ætlað að stuðla að auknu gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna og vera um leið traustur grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera.

Vakin er athygli á því að skýrslan er birt með fyrirvara um fjárhæðir þar sem endanlegur ríkisreikningur ársins 2017 liggur ekki fyrir. Því er mögulegt að fjárhæðir geti tekið einhverjum breytingum við lokafrágang ríkisreiknings og verður skýrslan þá uppfærð eftir því sem við á.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum