Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2008 Innviðaráðuneytið

Sameining Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar samþykkt

Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar síðastliðinn laugardag. Tillagan um sameiningu var samþykkt af 68,6% kjósenda í Aðaldælahreppi og 57,6% í Þingeyjarsveit.

Á kjörskrá voru samtals 714 einstaklingar, 199 í Aðaldælahreppi og 515 í Þingeyjarsveit. Kosningaþátttaka var góð, eða 86,6% í Þingeyjarsveit og 68.8% í Aðaldælahreppi.

Í framhaldi af þessari niðurstöðu geta sveitarfélögin hafið formlegan undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningar í hinu sameinaða sveitarfélagi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum