Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur atvinnu- og félagsmálaráðherra Evrópusambandsins

EU 2004
EU 2004

Í dag sat Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, fund atvinnu- og félagsmálaráðherra Evrópusambandsins sem haldinn er í Maastricht í Hollandi. Hollendingar tóku við formennsku í Evrópusambandinu þann 1. júlí sl. og um er að ræða fyrsta fund ráðherra atvinnu- og félagsmála eftir stækkun Evrópusambandsins.

Í umræðu um jafnrétti á vinnumarkaði gerði félagsmálaráðherra grein fyrir nýrri fæðingar- og foreldraorlofslöggjöf á Íslandi og vöktu ákvæði um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs sérstaka athygli.

Ráðherrarnir skiptust á skoðunum um áherslur á sviðum atvinnu- og félagsmála en um áherslu Hollendinga sem formennskuþjóðar í Evrópusambandinu má lesa á vefslóðinni: www.eu2004.nl.

Myndir frá fundinum:

Félagsmálaráðherra í Maastricht

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum