Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2001 Utanríkisráðuneytið

Fréttatilkynning nr. 076, 29. ágúst 2001 Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Helsinki.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu


29. ágúst 2001


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Helsinki.

Í morgun áttu norrænu ráðherrarnir stuttan fund þar sem þeir ræddu m.a. um að auka samvinnu Norðurlandanna á vettvangi ESB. Halldór Ásgrímsson ræddi áhrif stækkunar ESB á EES samninginn og hagsmuni Íslands gagnvart þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild. Ráðherra leitaði jafnframt eftir stuðningi norrænna aðildarríkja ESB við þá tillögu sína að stofna vinnuhóp um málið og sagði að samkomulag hefði náðst um það á nýafstöðnum fundi sínum með Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, sem nú fer með formennsku í ráðinu, að það verði tekið á dagskrá ráðsins. Ráðherrarnir ræddu um mannréttindamál og ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti og gáfu út meðfylgjandi yfirlýsingu.
Norrænu ráherrarnir funduðu síðan með ráðherrum Eystrasaltsríkjanna og ræddu þeir um stækkun ESB og NATO með tilliti til framtíðaraðildar Eystrasaltsríkjanna. Ráðherrarnir ræddu einnig um grannsvæðasamstarf, Norðlæga vídd og umhverfismál. Jafnframt ræddu þeir um málefni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þau mál sem þar eru efst á baugi.
Í lok fundarins samþykktu ráðherrarnir að þekkjast boð utanríkisráðherra Eistlands um að næsti fundur ráðherranna átta verði haldinn þar í landi, en það verður í fyrsta sinn sem reglubundinn fundur þessara ríkja verður haldinn utan Norðurlandanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum