Hoppa yfir valmynd
15. júní 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Akureyri: Næsti viðkomustaður í hringferð ráðherra vegna landsáætlunar

Verið öll hjartanlega velkomin á opinn fund á Akureyri mánudaginn 19. júní kl. 17:00 um málefni fatlaðs fólks. - mynd

Akureyri er næsti viðkomustaður í hringferð vegna landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Opinn samráðsfundur fer fram í Hömrum í Hofi mánudaginn 19. júní kl. 17:00.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður þessar vikurnar til samráðsfunda um landið vegna landsáætlunarinnar. Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og fólk er hvatt til að mæta og taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólks á Íslandi.

  • Skrá þátttöku Ef þörf er á táknmálstúlkun, rittúlkun eða annarri sérstakri aðstoð er mikilvægt að það komi fram við skráningu

Viðkomustaðir í hringferðinni:

22. maí – Reykjanesbær kl. 17 (Bíósalur í Duus-safnahúsum)

24. maí – Borgarnes kl. 17 (B-59)

19. júní – Akureyri kl. 17 (Hof – Hamrar)

21. júní – Ísafjörður kl. 12 (Edinborgarhúsið)

22. júní – Egilsstaðir kl. 17 (Berjaya Hérað Hotel)

26. júní – Selfoss kl. 17 (Hótel Selfoss)

27. júní – Höfuðborgarsvæðið kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

29. júní – Rafrænn fundur fyrir allt landið kl. 20:00

Ágúst – Sauðárkrókur (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Ágúst – Höfn (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Dagskrá:

Á fundunum er fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Samráðsfundirnir hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.

Hringferðin hófst í maí með vel heppnuðum fundum í Reykjanesbæ og Borgarnesi en fella þurfti fundinn á Akureyri niður vegna veðurs. Ný dagsetning liggur nú fyrir vegna þess fundar og fer hann sem fyrr segir fram þann 19. júní nk.

Fundirnir fara þannig fram að ráðherra flytur opnunarávarp og kynnt eru nokkur þeirra verkefna sem tilheyra landsáætluninni. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða er kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda um það sem þeim er efst í huga.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum